SR tryggði sér heimaleikjaréttinn

Um helgina voru spilaðir síðustu tveir leikir undankeppninnar í Íslandsmótinu og voru það SA og SR sem mættust í tvígang á Akureyri á föstudag og laugardag.  Skautafélag Reykjavíkur vann báða leikina og tryggði sér þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem er að hefjast.  Fyrri leikurinn fór 5 - 3 og sá síðari 2 - 1 sem vonandi gefur von um spennandi úrslitakeppni.
 
Leikir úrslitakeppninnar verða spilaðir á eftirfarandi dögum;

1. 17.apríl - SR gegn SA í Reykjavík
2. 19.apríl - SA gegn SR á Akureyri
3. 21.aprí - SR gegn SA í Reykjavík
4. 23.apríl - SA gegn SR á Akureyri
5. 25.apríl - SR gegn SA í Reykjavík.


Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.