SR - SA Ynjur umfjöllun

Ynjur bára á laugdaginn sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með sautján mörkum gegn einu en þetta var í annað skiptið sem liðin mættust á tímabilinu. Það er því mikið starf framundan hjá finnskum þjálfara SR-inga, Timo Koivuaeki og leikmönnum hans.

Það var Sarah Smiley sem opnaði markareikning Ynja snemma í fyrstu lotu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk á stuttum tíma. Laura Ann Murphy minnkaði hinsvegar muninn fyrir SR-inga á sjöundu mínútu lotunnar. Ynjur voru þó ekki hættar og áður en lotan var úti höfðu þær bætt við fjórum mörkum og staðan 1 - 8 þeim í vil.
Aðeins hægðist á sóknarþunga Ynja í annarri lotu en Silvía Björgvinsdóttir skoraði fyrsta mark þeirra í lotunni og mörk hennar áttu eftir að verða fleiri í leiknum. Ynjur bættu við þremur mörkum í viðbót áður en lotan var úti og staðn því 1 - 12 í lotulok.
Sóknarþungi Ynja jókst svo aftur í lotulok og við bættust fimm mörk en alls áttu Ynjur 57 skot að marki SR-inga. 

Ynjur mæta á morgun, þriðjudag, Ásynjum á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH