SR - SA Víkingar umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og  SA Víkingar léku á íslandsmóti karla í íshokkí  gærkvöld. Leiknum lauk  með sigri SR-inga sem gerðu 5 mörk gegn 2 mörkum gestanna.
SR-ingar voru töluvert sókndjarfari í leiknum heldur en gestirnir og áttu 50 skot á mark gegn 33 skotum gestanna. SA Víkingar voru þó fyrri til að skora í fyrstu lotun en það voru heimamenn í SR sem fór með  2 – 1 forskot inn í leikhlé.
Í annarri lotu juku SR-ingar enn við forskot sitt en aðeins eitt mark kom í lotunni en það gerði Egill Þormóðsson eftir stoðsendingu frá Timo Kolvumaki.
Í þriðju lotunni bættu SR-ingar enn í þegar Steinar Páll Veigarsson gerði fyrir þá mark. Víkingar náðu að minnka muninn með marki frá Orra Blöndal en Gauti Þormóðsson kom með mark í lokin og sigurinn var SR-inga.

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 2/1
Steinar Páll Veigarsson 2/0
Gauti Þormóðsson 1/2
Pétur Maack 0/1
Þórhallur Viðarsson 0/1
Timo Kolvumaki 0/1
Tómas T. Ómarsson 0/1

Brottvísanir SR: 22 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Stefán Hrafnsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Jón B. Gíslason 0/2
Rúnar F Rúnarsson 0/1

Brottvísanir SA Víkingar: 40 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH