SR - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SA Víkingar báru sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með sjö mörkum gegn einu en leikurinn fór fram sl. laugardag.
Víkingar náðu frumkvæðinu hvað markaskorun varðaði strax í fyrstu lotu og náðu þriggja marka forystu í henni. Jón B. Gíslason gerði tvo þeirra og spilandi þjálfari þeirra Jussi Sipponen eitt.
Tvö marka Víkinga voru þegar þeir voru manni fleiri á ísnum en alls komu fjögur af sjö mörkum þeirra þegar liðið hafði yfirtölu á ísnum þannig var ástatt. Víkingar juku forystu sína enn frekar þegar þeir bættu við tveimur mörkum í annarri lotu. Það var ekki fyrr en í upphafi þriðju lotu sem heimaliðið komst á blað með marki frá Miloslav Racansky. Víkingar áttu hinsvegar lokaorðið með tveimur mörkum frá þeim Orra Blöndal og Heiðari Erni Krisveigarsyni.

Með sigrinum hafa Víkingar 10 stig og í sæti öpry sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Esju sem vermir efsta sætið. SR-ingar, sem léku til úrslita í fyrra, hafa hinsvegar einungis eitt stig að fimm leikjum loknum.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/0
Michal Danko 0/1

Refsingar SR: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jón B. Gíslason 2/1
Orri Blöndal 2/0
Jussi Sipponen 1/4
Ingvar Þór Jónsson 1/2
Heiðar Örn Kristveigarson 1/1
Andri Már Mikaelsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 10 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH