SR - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar áttust við í hörkuspennandi leik sem fram fór í Laugardalnum í gærkvöld. Framlengingu og vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit en það voru á endanum heimamenn í SR sem báru sigur úr býtum en liðið skoraði fjögur mörk gegn þremur mörkum Víkinga.
Það voru hinsvegar Víkingar sem gerðu fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Björn Már Jakobsson rétt eftir miðja lotu. Daníel Steinþór Magnússon átti næstu tvö mörk, það fyrra þegar hann jafnaði metin fyrir SR-inga rétt fyrir lotulok en það síðara fljótlega í annarri lotu. U.þ.b. þremur mínútum síðar, áður en lotan var hálfnuð, hafði Ben DiMarco jafnað metin fyrir gestina og 2 – 2 var staðan þegar liðin fóru inn í seinn leikhlé. Lengi vel leit út fyrir að það yrði niðurstaðan en Miloslav Rachansky kom SR-ingum yfir þegar rúmlega fjórar mínútur liðu leiks en skömmu síðar misstu mann í boxið. Það nýttu norðanmenn sér og Rúnar F Rúnarsson jafnaði metin um tveimur mínútum fyrir leikslok. Liðin náðu ekki að skora gullmarkið mikilvæga í framlengingunni og vítakeppni var því staðreynd.  Það fullkomnaði Daníel Steinþór þrennu sína og tryggði um leið SR-ingum aukastigið sem í boði var.

Mörk/stoðsendingar SR:
Daníel Steinþór Magnússon 3/0
Miloslav Rasancky 1/0
Sam Krakauer 0/2

Refsingar SR: 24 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ben DiMarco 1/1
Björn Már Jakobsson 1/0
Rúnar Freyr Rúnarsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/2
Jóhann Már Leifsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 8 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH