SR - SA Víkingar umfjallanir

Frá leik liðanna fyrir stuttu
Frá leik liðanna fyrir stuttu

Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar áttust við í svokölluðum tvíhöfða um liðna helgi.

Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöldið og lauk honum með sigri SR-inga sem gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum Víkinga. 

Þrátt fyrir að gestirnir að norðan væru töluvert sókndjarfari í fyrstu lotunni voru það SR-inga sem skoruðu eina markið í henni. Það gerði Daníel Hrafn Magnússon með stoðsendingu frá nafna sínum Daníel Steinþóri Magnússyni.  Önnur lotan var miklu jafnair og jafnframt sú lota sem mest var skorað í en alls litu fimm mörk dagsins ljós í lotunni. SR-ingar áttu þrjú þeirra en Víkingar tvö. Strax í upphafi þriðju lotu notfærðu Víkingar sér að vera manni fleiri á ísnum þegar þeir breyttu stöðunni í 4 – 3  með marki frá Jóni B. Gíslasyni. Það sem eftir lifði lotunnar voru Víkingar töluvert sókndjarfari og reyndu sitt ýtrasta til að jafna leikinn.  Það var hinsvegar Miloslav Rachinsky sem tryggði SR-ingum sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Víkingar reyndu sitt ítrasta undir lokin til að jafna leikinn og tóku markmann sinn af velli. Það dugði þó ekki til þó þeir næðu nokkurri pressu á SR-markið.

Með sigrinum náðu SR-ingar að komast í annað sæti deildarkeppninnar, stigi á undan Bjarnarmönnum sem eru í þriðja sæti. SR og Víkingar leika aftur á morgun í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 18. 45. Fimmtán mínútum síðar hefst svo leikur Bjarnarins og UMFK Esju í Egilshöll.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Rachinsky 3/1
Jón Andri Óskarsson 1/0
Daníel Hrafn Magnússon 1/0
Robbie Sigurðsson 0/2
Arnþór Bjarnason 0/1
Daníel Steinþór Magnússon 0/1
Sam Krakauer 0/1
Victor Andersson 0/1

Refsingar SR: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jón B. Gíslason 2/0
Ingþór Árnason 1/1
Ben DiMarco 0/1
Andri Freyr Sverrisson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 2 mínútur.Síðari leikur liðanna í tvihöfðanum fór fram á laugardeginum og fór á sömu lund og sá fyrri, þ.e. SR-ingar gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum Víkinga.  
Meira jafnræði var með liðunum í þessum leik heldur en þeim fyrri og svo fór að fyrsta lota var markalaus. Í annarri lotunni náðu SR-ingar að komast í 2 – 0 forystu á fyrstu fjórum mínútum lotunnar. Fyrra markið átti Anrþór Bjarnason og það síðar Kári Guðlaugsson. Robbie Sigurðsson bætti síðan við þriðja markinu fyrir heimamenn á síðustu sekúndum lotunnar. Víkingar mættu ákveðnir til leiks í þriðju og síðustu lotunni og uppskáru mark fljótlega frá Andra Már Mikaelssyni. Stuttu seinna nýtti Miloslav Rachinsky sér hinvegar mistök í vörn gestanna og munurinn því aftur orðin þrjú mörk. Víkingar hleyptu hinsvegar spennu í leikinn með tveimur mörkum frá þeim Jóni B. Gíslasyni og Ingvari Þór Jónssyni. Lengra komust þeir þó ekki því þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Sam Krakauer fyrir SR-inga. Rétt einsog í fyrri leiknum brugðu Víkingar á það ráð að taka markmann sinn af velli og fjölga í sókninni en rétt einsog kvöldið áður skilaði það ekki tilætluðum árangri.

Mörk/stoðsendingar SR:
Sam Krakauer 1/3
Arnþór Bjarnason 1/1
Kári Guðlaugsson 1/0
Miloslav Rachinsky  1/0
Robbie Sigurðsson 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 0/1

Refsingar SR: 22 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jón B Gíslason 1/1
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/2
Ben DiMarco 0/1

Refsingar SA Víkinga: 22 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH