SR - SA umfjöllun (síðari leikur)

Í gærkvöld léku Skautafélag Reykjvíkur og Skautafélag Akureyrar á Íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Skautafélags Akureyrar sem skoraði 8 mörk gegn 6 mörkum Skautafélags Reykjavíkur. Segja má að þessi leikur hafi haft allt það sem einn íshokkíleikur á að hafa upp á að bjóða enda réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum. Helgi Páll Þórisson opnaði leikinn með skemmtilegu marki eftir u.þ.b. 7 mínútna leik. Akureyringar voru samt fljótir að svara fyrir sig og mínútu seinna höfðu þeir jafnað leikinn, með marki frá Andra Má Mikaelssyni. Áður en lotunni lauk höfðu þrjú mörk bæst við, Gauti Þormóðsson kom SR-ingum yfir með góðu skoti. Steinar Grettisson svaraði hinsvegar fyrir norðanmenn með tveimur mörkum. Í annarri lotu höfðu SR-ingar betur og unnu með þremur mörkum gegn einu og voru því komnir einu marki yfir, staðan 5 – 4 og allt gat gerst. Strax í byrjun 3ju lotu jafnaði Stefán Hrafnsson metin fyrir SA-menn og leikurinn því í járnum.  Egill Þormóðsson kom SR-ingum yfir aftur og enn jöfnuðu SA-menn og þar var Sigurður S Sigurðsson að verki. SA-menn skoruðu síðan tvö mörk á tveimur mínútum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þar voru að verki áðurnefndur Stefán Hrafnsson og Jón B. Gíslason sem hefur farið mikinn þessa helgina.  

Mörk/stoðsendingar SR:  
Daniel Kolar 2/1
Gauti Þormóðsson 1/1
Helgi Páll Þórisson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/2
Guðmundur Björgvinsson 0/2  

Brottrekstrar: 12 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Stefán Hrafnsson 3/0
Steinar Grettisson 2/0
Jón B. Gíslason 1/2
Sigurður S Sigurðsson 1/0
Andri M Mikaelsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2  

Brottrekstrar: 55 mín.  

Dómari leiksins var Snorri Gunnar Sigurðsson  

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH