SR - SA umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur vann í kvöld sigur á Skautafélagi Akureyrar á laugardagskvöld með 7 mörkum gegn 5 mörkum norðanmanna. Segja má að leikurinn hafi verið æði kaflaskiptur en engu að síður hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendur. Varla var liðin hálf mínúta af leiknum þegar SR-ingar voru komnir yfir. SA-menn voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig og þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af lotunni var staðan orðin 1 – 3. Örskömmu fyrir lotulok var dæmt vítaskot á SR-inga og möguleiki fyrir SA menn að komast þremur mörkum yfir. Jóhann Már Leifsson tók vítaskotið en Ævar Þór Björnsson sá hinsvegar við honum og varði. Þess í stað minnkuðu SR-ingar muninn í eitt mark þegar ein sekúnda lifði lotunnar og var þar að verki Arnþór Bjarnasonr. Staðan því 2 – 3 eftir fyrstu lotu.
Í ananrri lotu skoruðu SR-ingar tvö mörk án þess að SA-menn næðu að svara fyrir sig. Staðan því orðin 4 – 3 SR-ingum í vil en mörkin skorðuðu þeir Gauti Þormóðsson og Þórhallur Viðarsson.
SA-menn voru ekki af baki dottnir og og með góðri baráttu í byrjun 3ju lotu gerðu þeir fyrstu tvö mörkin og komust aftur yfir. En það voru SR-ingar sem áttu lokaorðin og með þremur mörkum tryggðu þeir sér sigurinn eins og áður sagði með 7 mörkum gegn 5.

Mörk/stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 3/3
Daniel Kolar 1/4
Arnþór Bjarnason 1/2

Þórhallur Viðarsson 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Árni V. Bernhöft 0/1

Refsimínútur SR: 73 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sigurður S. Sigurðsson 1/1
Einar Valentine 1/1
Ingvar Þór Jónsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Stefán Hrafnsson 0/2
Björn M. Jakobsson 0/1
Helgi Gunnlaugsson 0/1

Refsimínútur SA: 16 mín.

Myndina tók Sigurgeir Haraldssón

HH