SR - SA umfjöllun

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Síðasti leikur helgarinnar var leikur SR og SA í kvennaflokki. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði sex mörk gegn einu marki SR-inga.

Gestirnir í SA sóttu af miklum krafti í fyrstu lotu og uppskáru tvö mörk með stuttu millibili rétt fyrir og eftir miðja lotuna. Fyrra markið átti Ragnhildur Kjartansdóttir en það síðara Diljá Björgvinsdóttir.
Strax á annarri mínútu annarrar lotu kom Kristín Jónsdóttir þeim í 0 – 3 en Vera Sjöfn Ólafsdóttir minnkaði muninn fyrir SR-konur skömmu síðar. Silvía Björgvinsdóttir setti svo tvö mörk áður en lotan var úti og staðan 1 – 5 norðankonum í vil eftir aðra lotu.
Einungis eitt mark kom síðan í þriðju og síðustu lotunni en það gerði Diljá Björgvinsdóttir en á sama tíma voru SR-konur með tvo leikmenn í refsiboxinu.

Að loknum þessum leik hafa Bjarnarkonur þriggja stiga forskot á SA en bæði liðin hafa leikið tíu leiki og eiga því eftir að leika tvo leiki áður en haldið verður í úrslitakeppnina. Bjarnarkonur hafa 21 mark í forskot á SA-konur þegar þetta er skrifað en verði liðin jöfn að stigum í lok deildarkeppni ræður markamunur hvort liðið fær heimaleikjaréttinn.

Mörk/stoðsendingar SR:

Vera Sjöfn Ólafsdóttir 1/0

Refsingar SR: 37 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA:

Silvía Björgvinsdóttir 2/2
Diljá Börgvinsdóttir 2/0
Kristín Jónsdóttir 1/0
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Silja Gunnlaugsdóttir 0/1
Lísa Lind Ólafsdóttir 0/1

Refsingar SA: 2 mínútur.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH