SR - SA Jötnar umfjöllun

Skautafélag  Reykjavíkur og SA Jötnar léku á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 5 mörk gegn 4 mörkum Jötna. Staðan að loknum hefðbundnum leiktíma var jöfn, 4 – 4, og þurfti því að grípa til framlengingar. Rúmlega fjórum mínútum eftir að hún var flautuð á skoraði Pétur Maack markið sem tryggði SR-ingum aukastigið.
Markaskorun var þó með rólegra móti til að byrja með því ekkert mark var skorað í fyrstu lotu og en þar voru Jötnar öllu sókndjarfari. 
Þetta breyttist þó allt í annarri lotu því í henni komu fimm mörk og leikurinn jafnaðist mikið. Birgir Örn Sveinsson reið á vaðið fyrir Jötna strax á þriðju mínútu. SR-ingar svöruðu með tveimur mörkum frá Tómasi Tjörva Ómarssyni og Pétri Maack. Áður en lotunni lauk höfðu Jötnar svarað með tveimur mörkum og staðan því orðin 2 – 3 Jötnum í vil. Mörk Jötna gerðu Josh Gribben og Stefán Hrafnsson.
Þriðja lotan rétt einsog önnur var jöfn og spennandi. Egill Þormóðsson jafnaði leikinn fyrir SR-inga en Ingvar Þór Jónsson kom Jötnum aftur yfir. Rúmlega mínútu fyrir leikslok jafnaði Svavar Steinsen metin fyrir SR-inga og fyrrnefnd framlenging var staðreynd.
 
Mörk/stoðsendingar SR:
Pétur Maack 2 /1
Egill Þormóðsson 1/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/0
Gauti Þormóðsson 0/1
Steinar P. Veigarsson 0/1
Björn Róbert Sigurðarson 0/1

Refsimínútur SR: 28 mínútur


Mörk/stoðsendingar  SA Jötnar:
Ingvar Þór Jónsson 1/2
Josh Gribben 1/0
Birgir Örn Sveinsson 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsi mínútur SA Jötna: 41 mínúta

Helgi Páll Þórisson dæmdi leikinn en á línu voru þeir bræður Trausti og Brynjar Bergmann.

HH