SR - SA Jötnar umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur sigraði SA Jötna í markaleik sem fram fór á íslandsmóti karla í íshokkí á laugardagskvöld. Leikmenn endaði með því að SR-ingar gerðu 11 mörk gegn 5 mörkum SA Jötna.
SR-ingar voru töluvert hættulegri fram á við í fyrstu lotunni og áttu hátt í 20 skot að marki Jötna. Fyrsta markið kom strax á annarri mínútu og var þar að verki Gauti Þormóðsson. Tvö mörk bættu við áður en lotan var úti og voru þar að verki Pétur Maack og Steinar Páll Veigarsson. Staðan því 3 – 0 eftir fyrstu lotu.
Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu en SR-ingar voru þó með leikinn í öruggum höndum enda gerðu þeir fyrstu fjögur mörk lotunnar og staða þeirra því orðin vænleg eða 7 – 0. SA Jötnar náðu hinsvegar að klóra í bakkann. Þeir nýttu sér vel að SR-ingar voru færri á ísnum vegna refsinga og náðu að skora þrjú mörk á stuttum tíma. Staðan því 7 – 3 eftir aðra lotu.
Lítið minna var skorað í þriðju lotuna unnu SR-ingar 4 – 2. Tveir leikmenn gerðu í leiknum sitt fyrsta mark í meistaraflokki karla. Annarsvegar var það Sindri Gíslason úr SR og hinsvegar Sæmundur Leifsson í Jötnum sem hingað til, hefur þó verið þekktari fyrir að standa í marki hjá norðanmönnum.
 
Mörk/stoðsendingar SR:

Steinar Páll Veigarsson 3/2
Gauti Þormóðsson 2/1
Pétur Maack 2/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/2
Arnþór Bjarnason 1/1
Svavar Rúnarsson Steinsen 1/1
Sindri Gíslason 1/0
Egill Þormóðsson 0/4
Kári Valsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Hjörtur Hilmarsson 0/1
Kári Guðlaugsson 0/1
Timo Koivumaki 0/1

Refsimínútur SR: 39 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Jötna:

Stefán Hrafnsson 2/1
Ingólfur Tryggvason 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Sæmundur Leifsson 1/0

Refsimínútur SA Jötna: 28 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH