SR - SA Ásynjur umfjöllun

Ásynjur sóttu hart í leiknum sl. laugardag
Ásynjur sóttu hart í leiknum sl. laugardag

Tímabilið hjá konunum hófst síðasta laugardag þegar Skautafélag Reykjavíkur og SA Ásynjur mættust í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri gestanna úr Ásynjum sem gerðu fimmtán mörk gegn tveimur mörkum heimakvenna. Því má segja að það sama hafi verið upp á teningnum og þegar sömu lið mættust fyrir jól, þ.e. Ásynjur sóttu stíft á meðan SR-konur vörðust.

Segja má að SR-ingar hafi staðið í Ásynjum hvað markaskorun varðaðaði  rétt fram yfir byrjun annarrar lotu. Silvía Björgvinsdóttir opnaði markareikning Ásynja á fimmtu mínútu en Laura Ann Murphy jafnaði metin um miðja lotu. Ásynjur bættu síðan við tveimur mörkum áður en lotan var úti, fyrra markið átti Kolbrún Garðarsdóttir en það síðara Guðrún Marín Viðarsdóttir. SR-konur áttu hinsvegar fyrsta mark annarrar lotu þegar Vera Sjöfn Ólafsdóttir skoraði. Staðan því 2 -3. Eftir það settu Ásynjur hinsvegar í fluggírinn og skoruðu sex mörk í lotunni og önnur sex í næstu lotu án þess að SR-ingum tækist að svara fyrir sig.
Með sigirinum náðu Ásynjur sjö stiga forskoti í toppsætinu en Björninn sem kemur næstur á leik til góða.

Á morgun mætast á Akureyri  Ynjur og Ásynjur í kvennaflokki en leikurinn hefst klukkan 19.30.

Mörk/stoðsendingar SR:
Vera Sjöfn Ólafsdóttir 1/0
Laura Ann Murphy 1/0

Refsingar SR: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 6/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 4/1
Kolbrún Garðarsdóttir 2/6
Elise Marie Valjaots 2/0
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/1
Katrín Ryan 0/1
Eva María Karvelsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH