SR - SA 9-6 (3-1)(4-4)(2-1)

Fyrsti leikur í úrslitakeppni meistaraflokks var leikinn í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal. SR tók þar á móti SA í spennandi og skemmtilegum leik.

Rúnar Rúnarsson kom gestunum yfir á 12 mínútu Stefán Hrafnsson jafnaði á þeirri 15. og síðan bættu þeir Zednic Prohaska og Gauti Þormóðsson við sínu markinu hvor og staðan eftir fyrsta leikhluta var 3-1 fyrir SR.

Á fyrstu 7 mínútum annars leikhluta bættu SRingar við 3 mörkum Gauti Þormóðsson setti 2 og Ingvar Jónsson 1 og staðan var orði 6-1 og allt leit út fyrir að SR ætlaði að stinga af. En SA menn voru ekki á þeim buxunum og bitu þeir fast í skjaldarrendur og hisjuðu upp um sig. Á kafla sem einungis var 1 mínúta og 20 sekúndur skoruðu þeir 3 mörk Jón B. Gíslason setti 2 og Tíbor Tatar 1 á SRinga og allt í einu var leikurinn galopinn og spennandi.  Þórhallur Viðarsson svaraði fyrir SR á 33 mínútu og Tibor Tatar bætti síðan við fjórða marki SA á 36 mínútu og staðan eftir annan leikhluta var 7 - 5.

Í þriðja hluta skoraði Rúnar Rúnarsson 6 mark Akuryringa á 45 mínútu og allt í einu var leikurinn í járnum og allt gat gerst. En Helgi Páll Þórisson átti ótrúlegan sprett í gegnum vörn Akureyringa og skaut á markið, hirti síðan frákastið og skoraði öruggt mark. Það var síðan Gauti Þormóðsson sem að innsiglaði sigur SR með marki á 55 mínútu og fjórða marki sínu í leiknum.

Leikurinn var hraður og spennandi svona ekta úrslitaleikur og hin besta skemmtun fyrir þá ríflega 200 áhorfendur sem að lögðu leið sína í Laugardalinn í kvöld. Hér er hægt að nálgast leikskýrslu http://www.ihi.is/gogn/leikskyrsla.meistarafl_urslit_leikur1_.xls

Leikurinn í tölum

Mörk / stoðsendingar:

SR: Gauti Þormóðsson 4/0, Zednik Prohaska 1/2 Stefán Hrafnsson 1/0, Ingvar Jónsson 1/0, Þórhallur Viðarsson 1/0, Helgi Páll Þórisson 1/0, Kári Valsson 0/1, Þorsteinn Björnsson 0/1. Refsingar SR samtals 32 mínútur (11x2mín)og að auki einn áfellisdómur (10 mín)

SA: Rúnar Rúnarsson 2/1, Tibor Tatar 2/1, Jón B. Gíslason 2/1, Jan Kobezda 0/1. Refsingar SA samtals 18 mínútur (9x2mín)

Næsti leikur verður leikinn á Akureyri næstkomandi Laugardag klukkan 17:00