SR - SA

Skautafélag Reykjavíkur laut á laugardagskvöldið í lægra haldi fyrir Skautafélagi Akureyrar í leik sem fram fór í Laugardalnum. SA-menn gerðu 4 mörk gegn 2 marka heimamanna í SR. Leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og bæði lið náðu upp skemmtilegu spili á tíðum. Í síðustu lotunni gáfu SR-ingar nokkuð eftir og þá tryggðu SA-menn sér sigurinn með tveimur mörkum.
 
Mörk/stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 2/0
Daniel Kolar 0/2
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Svavar Rúnarsson 0/1

Refsingar SR: 18 mín

Mörk/stoðsendingar SA:

Stefán Hrafnsson 2/0
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Sigmundur Sveinsson 1/0
Orri Blöndal 0/1
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Steinar Grettisson 0/1
Josh Gribben 0/1

Refsingar SA: 14 mín

Mynd Sigurgeir Haraldsson


HH