SR - SA 2. LEIKUR Í ÚRSLITUM - UMFJÖLLUN

Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar áttus við í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni karla. Leiknum lauk með sigri SR sem gerði fimm mörk gegn fjórum mörkum gestanna í SA. Úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og vítakeppni. Næst mætast liðin á Akureyri nk. fimmtudag og hefst sá leikur klukkan 19.30.
Mörkin sem áhorfendum var boðið upp á af báðum liðum að þessu sinni voru mörg hver glæsileg. Fyrsta markið var eimit af því taginu en það gerði Robbie Sigurðsson á síðustu mínútu lotunnar. Jóhann Már Leifsson var á svipuðum nótum fljótlega í annarri lotunni en rétt einsog í þeirri fyrstu áttu SR-ingar lokaorð lotunnar. Bjarki Reyr Jóhannesson átti markið en stoðsendinguna átti Daníel Hrafn Magnússon. Staðan því 2 – 1 SR-ingum í vil eftir aðra lotu.
Þegar um fimm mínútur voru liðnar af þriðju lotu höfðu SR-ingar breytt stöðunni í 4 – 1 sér í vil með mörkum frá þeim Victor Anderson og Robbie Sigurðssyni og staða þeirra því orðin æði vænleg. Richard Tathinen þjálfari SA-manna tók leikhlé í kjölfarið sem virtist hafa góða áhrif á liðið. Á þriggja mínútna kafla skömmu eftir miðja lotu jöfnuðu SA leikinnmeð mörkum frá Ben DiMarco, Jóni B. Gíslasyni og Andra Má Mikaelssyni. Ekki meira var skorað það sem eftir lifði leiks og heldur ekki í framlengingunni þótt töluvert hafi verið um færi. Vítakeppnin var því niðurstaða og þar náðu þeir Robbie Sigurðsson og Miloslav Raschinsky að skora fyrir SR en bæði vítaskot SA voru varin.

Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 3/1
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Victor Anderson 1/0
Miloslav Raschinsky 0/1
Samuel Krakauer 0/1
Daníel Hrafn Magnússon 0/1

Refsingar SR: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA:
Jón B. Gíslason 1/1
Jóhann Már Leifsson 1/1
Ben Di Marco 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Ingþór Árnason 0/1

Refsingar SA: 18 mínútur.

HH