SR - SA

Skautafélag Reykjavíkur sigraði á laugardagskvöldið Skautafélag Akureyrar 5 - 2. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 4 - 1 (16-12) SR-ingum í vil. Segja má að SR-ingar, í þeim leikjum sem þeir hafa sigrað í hingað til, nýti sér vel þegar andstæðingarnir eru með mann eða menn í refsiboxinu. Þessi leikur var þar engin undantekning, því að fjögur af fimm mörkum SR-inga komu í powerplay þar af þrjú þeirra í fyrsta leikhluta. Akureyringar komu ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og náðu að vinna hann 0 - 1 (14-7) en í síðasta leikhluta svöruðu SR-ingar fyrir sig og unnu hann 1 - 0 (14 - 10). Akureyringar höfðu ágætis möguleika á að bæta við marki í þeim leikhluta þar sem SR-menn voru nokkuð iðnir við að heimsækja refsiboxið. En þrátt fyrir liðsmuninn tókst norðanmönnum ekki að nýta hann. Mörgum í stúkunni fannst leikurinn í rólegra lagi en hann var samt hin ágætasta skemmtun.

Mörk/stoðsendingar SR: Mirak Krivanek 2/3.
Daniel Kolar 1/2.
Gauti Þormóðsson 1/0.
Todd Simpson 1/0.

Brottvikningar SR: 14 mín.    .

Mörk/stoðsendingar SA:.
Einar Guðni Valentine 1/0.
Sigurður Sigurðsson 1/0.
Birkir Árnason 0/1 .
Guðmundur Guðmundsson 0/1.

Brottvikningar SA: 16 mín..

Tölurnar í svigunum hér að ofan þýða skot á mark..

HH