SR - SA 1. leikur í úrslitum - Umfjöllun

Mynd: mbl
Mynd: mbl

Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar mættust í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Laugardalnum í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri gestanna í SA sem gerðu fjögur mörk án þess að heimamenn í SR næðu að svara fyrir sig. Það lið sem verður á undan að vinna fjóra leiki hampar titlinum. Liðin mætast aftur í kvöld í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 19.00

Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum voru það norðanmenn úr SA sem komust yfir þegar þeir nýttu sér að vera manni fleiri. Markið gerði Ingþór Árnason með skoti af nokkru færi en stoðsendinguna átti Jón B. Gíslason. Hluverkum var svo skipt í öðru marki gestanna sem koma á 14. mínútu frá Jóni B. Gíslasyni en fyrrnefndur Ingþór átti sendingun sem gaf markið. Staðan 0 - 2 eftir fyrstu lotu. Önnur lotan var markalaus og einhvern veginn hafði mann á tilfinningunni að þriðja markið sem skorað yrði í leiknum myndi verða ráðandi í hvernig leikurinn færi. Jóhann Már Leifsson átti markið á fjórðu mínútu lotunnar og þegar stutt var eftir leiks gulltryggði Ingvar Þór Jónsson sigur gestanna þegar þeir voru einum fleiri á ísnum.
Töluvert var um að liðin hefðu yfirtölu leikmanna á ísnum. SR-ingar fengur tæpar fimmtán mínútur þar sem þeir voru manni fleiri á ísnum en náðu ekki að nýta það. SA-menn á hinn bókinn fengu hálfa elleftu mínútu og náðu á þeim tíma að gera tvö mörk.  

Refsingar SR: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA:

Ingþór Árnason 1/1
Jón Gíslason 1/1
Jóhann Leifsson 1/0
Ingvar Jónsson 1/0
Rett Vossler 0/1
Andri Mikaelsson 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1

Refsingar SA: 39 mínútur.

HH