SR og Björninn mætast í kvöld

Í kvöld kl. 19:45 mætast í Laugadalnum Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í annað skiptið í vetur.  Fyrri viðureigninni lauk með sigri Bjarnarmanna og því eiga SR ingar harma að hefna.  SR hefur nú bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum, Daniel Kolar frá Tékklandi, sem styrkja mun vörn liðsins. 
 
Björninn teflir fram sama liði og síðast en leikurinn verður frumraun nýs þjálfara liðsins sem kom í síðustu viku frá Finnlandi.  Sergei Zak verður því væntanlega í framlínunni, í fyrsta skiptið sem óbreyttur leikmaður og verður örugglega ennþá léttari á sér en vanalega.  
 
Þetta verður hörku-viðureign sem vert er að sjá!