SR krýndir Íslandsmeistarar í 2. flokki

Nú í kvöld var lokaleikur Íslandsmótsins í 2. flokki leikinn í Egilshöll, þar áttust við Björninn og SR fyrir leikinn var SR með nokkuð vænlega stöðu í þessum aldursflokki og höfðu þeir ekki tapað leik. Leikurinn endaði 5-5 og var hann hin besta skemmtun og mikið var af opnum færum sem liðunum gékk illa að nýta.

Fyrirliði Skautafélags Reykjavíkur Þórhallur Viðarsson tók við Íslandsbikar eftir leikinn og liðið fékk allt gullmedalíur. Lið Bjarnarins varð í öðru sæti og voru þeim veittar silfur medalíur í leikslok. Lið skautafélags Akureyrar varð í þriðja sæti í 2. aldursflokki og verða þeim veittar brons medalíur við fyrsta tækifæri.