SR - Jötnar umfjöllun

Úr safni    Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Úr safni Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Skautafélag Reykjavíkur og Jötnar áttust við á íslandsmótinu æa laugardaginn og lauk leiknum með sigri SR-inga sem gerðu átta mörk gegn einu marki Jötna.

SR-ingar hófu leikinn með látum og strax á 3. Mínútu kom Egill Þormóðsson þeim yfir og skömmu síðar bætti Arnþór Bjarnason við öðru marki.

Svipaður háttur var á hjá heimaliðinu í annarri lotu. Tvö mörk litu dagsins ljós, í fyrra markinu var Arnþór aftur á ferðinni en það síðara átti Bjarki Reyr Jóhannesson.

Þriðja og síðasta lotan gaf síðan fimm mörk. Fjögur þeirra áttu SR-ingar en Helgi Gunnlaugsson sá hinsvegar til þess að Jötnar færu ekki heim markalausir.

Töluverðar breytingar hafa orðið á SR-liðinu síðan í fyrra því þeim hafa bæst við nýjir leikmenn ásamt því að eldri leikmenn hafa komið til baka.  Hjá Jötnum voru fimm leikmenn að leika sinn fyrsta meistaraflokksleik og þeirra er framtíðin.  

Mörk/stoðsendingar SR:
Pétur Maack 2/1
Arnþór Bjarnason 2/0
Miloslav Racansky 1/3
Ragnar Kristjánsson 1/1
Egill Þormóðsson 1/1
Bjarki Reyr Jóhannsson 1/0
Zdenek Prochazka 0/3

Refsimínútur SR: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar  Jötnar:

Helgi Gunnlaugsson 1/0
Ingólfur Elíasson 0/1

Refsingar Jötnar: 4 mínútur