SR - Jötnar umfjöllun

Skautafélag Reykjavikur tók á móti Jötnum  í meistaraflokki karla síðastliðið föstudagskvöld á íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og lauk með sigri Jötna sem gerðu sex mörk gegn fjórum mörkum SR-inga. SR-ingar höfðu frumkvæðið hvað markaskorun varðaði framan af eða allt þar til um sex mínútur lifðu leiks.

Það var Steinar Páll Veigarsson sem SR-ingum yfir með eina markinu sem skorað var í fyrstu lotu.

Í annarri lotu sættust liðin á jafnan hlut hvaða markaskorun varðaði en bæði gerðu þau tvö mörk. Daníel Hrafn Magnússon kom SR-ingum í 2 – 0 áður en þeir Jóhann Leifsson og Orri Blöndal jöfnuðu leikinn fyrir Jötna. Egill Þórmóðsson sá hinsvegar til þess að SR-ingar færu 3 -2 yfir inn í leikhléið.

Nokkuð var liðið á 3ju lotu þegar Jötnar jöfnuðu metin með marki frá Jóhanni Leifssyni en enn  og aftur komust SR-ingar yfir og nú með marki frá Gauta Þormóðssyni. Staðan því 4  - 3 um miðja þriðju lotu. Jötnar voru hinsvegar sterkari á endasprettinum og þrjú mörk frá Ingvari Jónssyni, Sigurði Reynissyni og Jóhanni Leyfssyni tryggðu þeim stigin þrjú sem í boði voru.


Mörk/stoðsendingar SR:

Steinar Páll Veigarsson 1/1
Egill Þormóðsson 1/1
Gauti Þormóðsson 1/1
Daníel Hrafn Magnússon 1/0
Arnþór Bjarnason 0/2
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Guðmundur R. Björgvinsson 0/1
Kristján F. Gunnlaugsson 0/1

Refsingar SR: 18 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:
Jóhann Leifsson 3 /1
Orri Blöndal 1/3
Ingvar Jónsson 1/1
Sigurður Reynisson 1/0
Úlfur Einarsson 0/1
Pétur Sigurðsson 0/1

Refsingar Jötnar: 12 mínútur.