SR - Jötnar umfjöllun



Daniel Kolar fór mikinn í leiknum.                                                                    Mynd. Sigrún Björk Reynisdóttir


Skautafélag Reykjavíkur og Jötnar mættust á íslandsmótinu í íshokkí á föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu tíu mörkum gegn engu marki Jötna.             
Með sigrinum tryggðu SR sér endanlega heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í mars.  Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna á þessu ári. Fyrsta leikinn unnu SR-ingar mjög örugglega en í næstu tveimur náðu Jötnar stigi eða stigum af þeim. SR-ingar mættu því ákveðnir til leiks  og strax í fyrstu lotunni voru þeir komnir með örugga 4 – 0 forystu.
Í byrjun annarrar lotu náðu Jötnar að þétta vörnina hjá sér en síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá þeim um leið og SR-ingar gengu á lagið. Á endanum bættu þeir við þremur mörkum og staðan því 7 – 0 eftir aðra lotu.
Síðasta lotan var á svipuðum nótum en í henni skoraði ungur leikmaður SR-inga, Kristinn Freyr Hermannsson sitt fyrsta mark í meistaflokki.

Mörk/stoðsendingar SR:

Daniel Kolar 4/0
Svavar Steinsen 2/1
Egill Þormóðsson 1/2
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Kristinn Freyr Hermansson 1/0
Björn Róbert Sigurðarson 0/2
Gauti Þormóðsson 0/2
Guðmundur R. Björgvinsson 0/1
Robbie Sigurdsson 0/1
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Daníel Hrafn Magnússon 0/1
Daníel Steinþór Magnússon 0/1

Refsingar SR:  6 mínútur

Refsingar Jötnar: 26 mínútur.