SR - Jötnar umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Jötnar léku á íslandsmótinu í íshokkí í Laugardal á föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Jötna í framlengdum leik.
Nokkuð lá á Jötnum í fyrstu lotu en þrátt fyrir það voru það Jötnar sem áttu fyrstu tvö mörkin í leiknum. Fyrra mark þeirra gerði Lars Foder  eftir stoðsendingu frá Josh Gribben. Síðara markið kom strax í kjölfarið en það gerði Steinar Grettisson en mörkin komu um miðja lotu. Sóknir SR-inga fóru hinsvegar að skila árangri þegar leið á lotuna. Fyrra mark þeirra gerði Gauti Þormóðsson en það síðara bróðir hans Egill. Jafnt var því eftir fyrstu lotu
Í annarri  lotunni jafnaðist leikurinn nokkuð. Liðin áttu ágætis sóknarfæri en markmenn liðanna voru að standa sig með prýði og staðan því áfram 2 – 2.
Byrjunin á þriðju lotunni var nokkuð dramatísk. SR-ingar fengu dóm fyrir að mæta of seint á ís.  Jötnar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn með marki frá Stefáni Hrafnssyni.  SR-ingar bættu í sóknina en töluvert var liðið á lotuna þegar þeir jöfnuðu leikinn. Lokamínútur venjulegs leiktíma voru æsispennandi  en Jötnar vörðust af krafti. Undir lok leiksins voru þeir tveimur mönnum færri á ísnum en SR-ingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.
Þreytumerki voru farin að sjást á leikmönnum  þegar kom að framlengingunni. Bæði lið vildu þó ólm ná í  aukastigið sem í boði var en langt var liðið á lotuna þegar Egill Þormóðsson skoraði markið sem skildi liðin að í lokin.   

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 3/1
Gauti Þormóðsson 1/2
Kristján Gunnlaugsson 0/2
Ragnar Kristjánsson 0/1

Refsingar SR:  12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Stefán Hrafnsson 1/1
Lars Foder 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Sæmundur Leifsson 0/1
Josh Gribben 0/1

Refsingar Jötnar: 16 mínútur.