SR jafnaði einvígið og hreinn úrslitaleikur verður á Akureyri á morgun Skírdag

Mynd: ©Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Mynd: ©Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Gríðarleg spenna var í Laugardalnum í gærkvöldi þar sem heimamenn höfðu betur 5-3 og tryggðu sér oddaleik fyrir norðan. Um hreinan úrslitaleik er að ræða þar sem sigurvegarinn verður krýndur íslandsmeistari. 

Leikurinn í gær einkenndist af mikilli spennu.  Leikhlutarnir spiluðust svona (2-1)-(2-1)(1-1)= 5-3

Skot á mark voru SR-21, SA-19

Jóhann Björgvin í marki SR varði 84,21% af skotum sem komu á hann. Jakob E. í marki SA varði 76,19% af skotum sem komu á hann

Búast má við mikilli spennu í leiknum fyrir norðan því nú er allt undir. Hér fyrir neðan er myndband frá leiknum í Laugardal í gær sem sýnir vel gauraganginn sem getur verið fyrir framan markið.