SR - Húnar umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Húnar áttust við á íslandsmóti karla í gærkvöld en leikurinn fór fram í Skautahöllinni í Laugardal. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu tólf mörk gegn 2 mörkum Húna.

SR-ingar voru töluvert sókndjarfari og þá sérstaklega í fyrstu tveimur lotunum. Þeir komu sér í þægilega stöðu strax í fyrstu lotu með 3 – 0 forystu. Björn Róbert Sigurðarson átti fyrsta markið, Steinar Páll Veigarsson það næsta og síðan var Björn aftur á ferðinni um miðja lotu.

Húnarnir minnkuðu muninn strax í byrjun annarrar lotu en þar var á ferðinni  Brynjar Bergmann eftir stoðsendingu frá Sigurði Óla Árnasyni sem dregið hefur fram skautana að nýju. Eftir það seig hinsvegar á ógæfuhliðina hjá Húnum og á stuttum tíma gerðu SR-ingar fimm mörk. Egill Þormóðsson átti þrjú þeirra, en mörkin gerði hann á einungis þriggja mínútna kafla. Staðan því 8 – 1 SR-ingum í vil eftir aðra lotu.

Húnar hófu þriðju lotuna með marki frá Steindóri Ingasyni en SR-ingar voru fljótir að svaraog bættu við fjórum mörkum  áður en yfir lauk.

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 5/0
Björn Róbert Sigurðarson 2/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/3
Daniel Kolar 1/2
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Robbie Sigurdsson 1/1
Arnþór Bjarnason  1/1
Ragnar Kristjánsson 0/1
Þórhallur Viðarsson 0/2
Snorri Sigurbjörnsson 0/1
Gauti Þormóðsson 0/1
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1

Refsingar SR:  4 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Brynjar Bergmann 1/1
Steindór Ingason 1/0
Falur Birkir Guðnason 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1

Refsingar Húnar: 10 mínútur