SR - Húnar umfjöllun

Úr myndasafni.                                                                                                             Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Skautafélag Reykjavíkur og Húnar léku á íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld og  lauk með sigri Húna sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum SR-inga. Rétt einsog fyrsti leikurinn í karlaflokki milli Bjarnarins og Víkinga var leikurinn spennandi allt fram til enda og vonandi er þetta bara byrjunin að því sem koma skal í vetur.

Þórhallur Viðarsson kom SR-ingum yfir þegar langt var liðið á fyrstu lotu en skömmu síðar jafnaði Úlfar Andrésson leikinn fyrir Húna. Egill Þórmóðsson kom SR-ingum síðan aftur yfir skömmu eftir miðja aðra lotu. Steindór Ingason jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Húna tæpum fimm mínútum fyrir leikslok og þannig var staðan að loknum venjulegum leiktíma. Því var fækkað um einn leikmann í hvoru liði og leikin tíu mínútna framlenging uppá gullmark. Ekkert mark kom hinsvegar í framlengingunni og því var gripið til vítakeppni. Af þeim tíu vítum sem tekin voru vörðu markmennirnir níu en Daniel Kolar tryggði Húnum sigur með marki úr sínu vítaskoti.

Mörk/stoðsendingar SR:

Þórhallur Viðarsson 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1

Refsingar SR: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Daniel Kolar 1/1
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Steindór Ingason 1/0
Birgir Hansen 0/1

Refsingar Húnar: 14 mínútur.

HH