SR - Húnar umfjöllun

Daniel Kolar á fleygiferð
Daniel Kolar á fleygiferð

Húnar og Skautafélag Reykjavíkur mættust á íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Skautafélags Reykjavíkur sem gerði 10 mörk gegn 3 mörkum  Húna. SR-ingar voru sókndjarfari  frá  fyrstu mínútu en bæði lið virðast koma ágætlega undan sumri og því ekki ástæða til að ætla annað en að veturinn verði skemmtilegur. Þrátt fyrir að nokkuð væri um hættuleg marktækifæri í fyrstu lotu kom fyrsta markið ekki fyrr en rúmlega tvær mínútur lifðu fyrstu lotu. Markið skoraði  Gauti Þormóðsson með stoðsendingu frá Agli Þormóðssyni og Steinari Páli Veigarssyni. 

Fljótlega í 2. lotu jafnaði  Hjörtur Geir Björnsson fyrir Húna þegar hann komst inn í sendingu. SR-ingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig og á næstu átta mínútum gerðu þeir sex mörk og breyttu stöðunni í 1 -7. Þannig var staðan í lotulok en meðal markaskorara var Daníel Steinþór Magnússon  en þetta var hans fyrsta mark í meistaraflokki .

Í þriðju lotu jafnaðist leikurinn nokkjuð hvað markaskorun áhrærði  enda nokkuð ljóst hvaða lið myndin taka öll þrjú stigin úr þessari viðureign.  Ólafur Hrafn Björnsson gerði bæði mörk Húna og í bæði skiptin átti Falur Birkir Guðnason stoðsendinguna. Markaskorun SR-inga var hinsvegar nokkuð dreifð en sex leikmenn liðsins  sáu um að skora í leiknum. 

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Ólafur Hrafn Björnsson 2/0
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Falur Birkir Guðnason 0/2

Refsingar Húna: 10 mínútur

Mörk /stoðsendingar SR:

Björn Róbert Sigurðarsson 3/0
Daniel Kolar 2/2
Gauti Þormóðsson 2/0
Egill Þormóðsson 1/4
Snorri Sigurbjörnsson 1/1 
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Ragnar Kristjánsson 0/2
Guðmundur Björgvinsson 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1

Refsingar SR: 16 mínútur

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH