SR hafði betur í fyrsta úrslitaleik 8 - 1 (3-0)(1-1)(4-0)

Í kvöld fór fram í Laugardal fyrsti leikurinn í úrslitarimmu Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Fyrsta mark leiksins skoraði Rúnar Rúnarsson á fjórðu mínútu eftir stoðsendingu frá Mirek Krivanek og Steinari Páli Veigarssyni, leikurinn var nokkuð þéttur og var mikil barátta og jafnframt nokkur taugaveiklun í liðunum. Smá saman tóku SRingar leikinn nokkuð í sínar hendur og var sem sóknaraðgerðir norðanmanna væru heldur bitlausar á meðan að sóknir sunnanmanna virtust hættulegri. Á 14 mínútu bætti síðan Steinar Páll Veigarsson við öðru marki SR eftir stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni. Þriðja mark SR skoraði síðan Andy Luhovy eftir stoðsendingu frá Zednik Prohaska, staðan eftir fyrsta leikhluta 3-0 fyrir SR þar af tvö Power play mörk.

Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá til SA manna þeir komu mun einbeittari til leiks og leikurinn einkenndist af miklum rimmum og liðin tókust hart á. Norðanmenn minkuðu muninn á 30 mínútu með marki frá Birni Má Jakobssyni eftir stoðsendingu frá Lubomir Bobik. SR svaraði fyrir sig með marki á 33 mínútu með marki frá Helga Páli Þórissyni eftir stoðsendingu frá Gauta Þormóðssyni og Ingvari Þór Jónssyni en markið var skorað í Power Play þegar SR lék með 5 leikmenn á móti 3 SA mönnum. Aðeins einni sekúndu áður en öðrum leikhluta lauk var dæmt vítaskot á SA eftir að Birkir Árnason varnarmaður SA krækti niður Zednik Prohaska þar sem hann var komin innfyrir einn á móti markmanni. Mirek Krivanek tók vítaskotið fyrir SR og í markinu stóð Mike Kobezda markvörður SA. Mirek skaut naumlega yfir þverslánna og staðan því eftir annan leikhluta var 4-1 SRingum í vil.

Þriðji leikhluti hófst með svipuðum hætti, hættulegar sóknir á báða bóga og baráttan var mikil en þegar leið á leikhlutann var eins og allur vindur væri úr SA mönnum SRingar bættu við sínu 5 marki á 50. mínútu, Mirek Krivanek skoraði eftir stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni og Zednik Prohaska, aftur Power play mark 5 leikmenn SR á móti 3 leikmönnum SA og aðeins 31 sekúndu síðar skoraði SR 6 mark sitt enn eitt Power play markið núna 5 á móti 4 norðanmönnum. Markið skoraði Stefán Hrafnsson eftir stoðsendigu frá Mirek Krivanek og Zednik Prohaska. Á 54 mínútu bætti síðan Gauti Þormóðsson við 7. marki SR eftir glæsilegan undirbúning og stoðsendingu frá Andy Luhovy.  Það var síðan Sigmundur Rúnar sem að setti punktinn yfir stórsigur SR þegar 20 sekúndur voru eftir að leiknum eftir stoðsendingu frá Birkir (Hulk) Árnasyni og Zednik Prohaska.

Rúnar Rúnarsson leikmaður SR fékk leikdóm (MP) fyrir að sparka í átt að andstæðingi á 38 mínútu og á yfir höfði sér leikbann.

Hjá SR voru bestu menn þeir Andy Luhovy og Birgir Örn Sveinsson markvörður en hjá SA var það Jón Gíslason sem skapaði mestu hættuna.

Leikurinn í tölum:

Mörk og stoðsendingar SR: #22 Andy Luhovy 1/2, #15 Mirek Krivanek 1/2, #10 Gauti Þormóðsson 1/1, #14 Stefán Hrafnsson 1/1, #5 Steinar Páll Veigarsson 1/1, #26 Rúnar Freyr Rúnarsson 1/0, #4 Helgi Páll Þórisson 1/0, #16 Sigmundur Rúnar 1/0, #25 Zednik Prohaska 0/4, #12 Ingvar Þór Jónsson 0/1, #13 Birkir (Hulk) Árnason 0/1.

Mörk og stoðsendingar SA: #24 Björn Már Jakobsson 1/0, #25 Lubomir Bobik 0/1.

Refsingar SR: 43 mínútur, 9x2 mínútur og síðan 25 mínútna leikdómur (MP) á Rúnar Frey Rúnarsson.

Refsingar SA: 38 mínútur, 14x2 mínútur og síðan 10 mínútna persónulegur dómur á Jan Kobezda fyrir ákeyrslu á höfuð. 

Skot á mark SR: 37 skot sem gáfu 8 mörk eða 21,62% skotnýting

Skot á mark SA: 34 skot sem gáfu 1 mark eða 2,94% skotnýtingu

Markvörður SR Birgir Örn Sveinsson varði 97,05% 

Markvörður SA Mike Kobezda varð 78,32%