SR Fálkar - Jötnar umfjöllun

Frá leik liðanna fyrr í vetur
Frá leik liðanna fyrr í vetur

Fyrri leikur laugardagsins var leikur SR Fálka og Jötna í meistaraflokki karla en leikurinn fór fram í Skautahöllinni í Laugardal. Leiknum lauk með sigri gestanna í Jötnum sem gerðu 7 mörk gegn 1 marki heimamanna í SR Fálkum.
Jötnar sóttu töluvert meira allan leikinn og unglingalandsliðsmarkvörður SR-inga Nicolas Jouanne mátti hafa sig allan við milli stanganna.  Hann hélt markinu hreinu í fyrstu lotu en strax í upphafi annarrar lotu kom Ben DiMarco þeim yfir. Jón Andri Óskrarsson svaraði á sömu mínútu fyrir SR Fálka en Ingþór Árnason og Stefán Hrafnsson sáu til þess að Jötnar fóru inn í leikhléið í stöðunni 1 – 3.
Jötnar juku svo sóknarþunga sinn í síðustu lotunni og bættu við fjórum mörkum. Tvö þeirra komu þegar þeir voru með yfirtölu á ísnum en tvö þegar jafnt var í liðum.

Mörk/stoðsendingar SR Fálka:

Jón Andri Óskarsson 1/0

Refsingar SR Fálka: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötna:

Jón B. Gíslason 2/1
Stefán Hrafnsson 2/0
Ingólfur T. Elíasson 1/3
Ben DiMarco 1/2
Ingþór Árnason 1/0
Sigurður Freyr Þorsteinsson 0/1
Helgi Gunnlaugsson 0/1

Refsingar Jötna: 6 mínútur.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH