SR Fálkar - Jötnar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SR Fálkar tóku á móti Jötnum á íslandsmótinu í íshokkí síðastliðið laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri SR Fálka sem gerðu sex mörk gegn einu marki Jötna. Að leik þessum loknum er fjórðungur íslandsmóts karla að baki og því var ekki úr vegi að gera upp tölfræði hvers og eins liðs en þær niðurstöður má sjá hér.
SR-Fálkar mættu ágætlega mannað til leiks og þótt jafnræði væri með liðunum í fyrstu lotu höfðu þeir töluverða yfirburði í næstu tveimur lotum. Árni Valdimar Bernhöft kom SR Fálkum yfir fljótlega í fyrstu lotu og þegar tæpar fimm mínútur voru til leikhlés bætti Egill Orri Friðriksson við öðru marki. Ben DiMarco sá hinsvegar til þess að aðeins eitt mark skildi liðin með marki skömmu fyrir lotulok.
Bjarki Reyr Jóhannesson kom síðan SR Fálkum í þægilega 3 – 1 stöðu þegar leikurinn var hálfnaður og fyrrnefndur Egill Orri kom með sitt annað mark áður en lotan var úti.
Í þriðju og síðustu lotunni var nokkuð dregið á Jötna og SR Fálkar bættu við tveimur mörkum í viðbót. Bjarki Reyr átti fyrra markið en það síðara Kári Guðlaugsson.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Bjarki Reyr Jóhannesson 2/1
Egill Orri Friðriksson 2/0
Árni Valdimar Bernhöft 1/0
Kári Guðlaugsson 1/0
Jón Andri Óskarsson 0/2
Kristinn Hermannsson 0/1
Baldur Líndal 0/1
Styrmir Friðriksson 0/1
Viktor Örn Svavarsson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Ben DiMarco 1/0

Refsingar Jötnar: 10 mínútur.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH