SR Fálkar - Jötnar umfjöllun


SR Fálkar og Jötnar léku í gærkvöld og fór leikurinn fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta var fjórði leikur liðanna á þessu tímabili en áður höfðu Jötnar unnið tvo leiki en SR Fálkar einn.

SR Fálkar hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin og í bæði skiptin voru á ferðinni ungir leikmenn. Það fyrra átti Viktor Örn Svavarsson og það síðara Bjarki Reyr Jóhannesson.  Áður en flautað var til leikhlés höfðu Jötnar hinsvegar jafnað leikinn með mörkum frá þeim Jóhanni Leifssyni og Orra Blöndal. Í næstu lotu héldu Jötnar áfram að bæta í og um miðja lotu kom Lars Foder þeim yfir og skömmu síðar bætti Ólafur Tryggvi Ólafsson enn í forskotið. Lars Foder og Jóhann Leifsson gerðu svo sitthvort markið í síðustu lotunni fyrir Jötna og sigurinn því í höfn.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar: 

Viktor Örn Svavarsson 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Lars Foder 2/2
Jóhann Leifsson 2/0
Ólafur Tryggvi Ólafsson 1/1
Orri Blöndal 1/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Hilmar Leifsson 0/1

Refsingar Jötnar: 14 mínútur

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH