SR Fálkar - Húnar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Þeir sem lögðu leið sína í Laugardalinn í gærkvöld sáu hinn ágætasta leik þar sem Húnar  báru sigurorð af SR Fálkum með sex mörkum gegn fimm. 

Það voru SR Fálkar sem komust í 2 – 0  með mörkum frá Kára Guðlaugssyni og Sölva Atlasyni í fyrstu lotu. Húnar jöfnuðu í annarri lotu með mörkum frá Thomas Nielsen og Óskari Einarssyni  en Bjarki Reyr Jóhannesson sá til þess að SR Fálkar færu með 3 – 2 forskot inn í þriðju og síðustu lotuna. Í síðustu lotunni  skiptust liðin á að hafa forystu og þegar um ein mínúta var til leiksloka var staðan jöfn 5 – 5 og allt útlit fyrir framlengingu. Thomas Nielsen tryggði hinsvegar sigum Húna áður en leiktíminn var úti og þrátt fyrir að SR Fálkar drægu markmann sinn að velli til að freista þess að jafna dugði það ekki til að þessu sinni.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Pétur Maack 1/2
Jón Andri Óskarsson 1/1
Kári Guðlaugsson 1/0
Sölvi Atlason 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Miloslav Rachasky 0/1

Refsingar SR Fálka: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húnar

Thomas Nielsen 3/2
Ólafur Björnsson 2/1
Óskar Einarsson 1/0
Elvar Ólafsson 0/2
Birkir Árnason 0/1
Andri Helgason 0/1

Refsingar Húna: 8 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH