SR Fálkar - Húnar umfjöllun


SR Fálkar og Húnar mættust í gærkvöld í meistaraflokki karla og fór leikurinn fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri SR Fálka sem gerðu sjö mörk gegn fjórum mörkum Húna.

Bæði lið mættu með töluvert af ungum leikmönnum þó sérstaklega Húnar en þó mátti sjá í báðum liðum eldri og reyndari leikmenn. Húnar náðu að byrja betur og Gunnlaugur Guðmundsson kom þeim yfir áður en lotan var hálfnuð. Pétur Maack jafnaði og kom SR Fálkum hinsvegar yfir áður en lotan var úti. Pétur bætti síðan við einu marki í annarri lotu en það var jafnfram eina mark lotunnar og staðan 3 – 1 Fálkum í vil. Sjö mörk litu síðan dagsins ljós í þriðju og síðustu lotunni. Edmunds Induss minnkaði hinsvegar muninn strax í byrjun þriðju lotu með góðu skoti. Fyrrnefndur Pétur sá hinsvegar til þess að SR Fálkar næðu  Þriðja og síðasta lotan var síðan ansi fjörug hvað markaskorun varðaði en alls komu sjö mörk í lotunni. SR Fálkar hélu hinssvegar áfram að leiða leikinn en Húnar voru samt aldrei langt undan. Pétur Maack gerði þrjú mörk til viðbótar fyrir SR Fálka en fjórða mark þeirra Milos Racansky. Þau tvö mörk sem Húnar bættu við það sem eftir var lotunnar áttu þeir Gunnlaugur Guðmundsson og Hjalti Geir Friðriksson.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Pétur Maack 6/0
Milos Racansky 1/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Sölvi Freyr Atlason 0/1
Egill Orri Friðriksson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 33 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Gunnlaugur Guðmundsson 2/0
Edmunds Induss 1/0
Hjalti Geir Friðriksson 1/0
Andri Már Helgason 0/2
Hjörtur G. Björnsson 0/1
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Trausti Bergmann 0/1

Refsingar Húna: 8 mínútur

HH