SR Fálkar - Húnar umfjöllun

Tveir leikir eru ráðgerðir í meistaraflokki karla milli jóla og nýárs og sá fyrri fór fram í gærkvöld þegar SR Fálkar og Húnar mættust í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu tíu mörk gegn fjórum mörkum SR Fálka.  SR Fálkar voru fyrri til að skora í leiknum en manni fleiri á ísnum kom Gauti Þormóðsson þeim yfir á 7. mínútu leiksins. Húnar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig og rúmlega mínútu síðar jafnaði Hjörtur Björnsson fyrir þá metin. Húnar bættu síðan við tveimur mörkum áður en lotan var úti og fóru inn í leikhlé í stöðunni 1 - 3. Húnar gerðu síðan útum leikinn í annarri lotu með því að gera sex mörk gegn einu marki SR Fálka og staðan því orðin 2 - 9 þeim í vil. SR-Fálkar tóku síðan þriðju lotuna 2 - 1 og stigin þrjú fóru því í Grafarvoginn að þessu sinni. 

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Gauti Þormóðsson 3/0
Pétur Maack 1/0
Egill Þormóðsson 0/2

Refsingar SR Fálkar: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Hjörtur Björnssin 4/0
Falur Guðnason 3/1
David MacIsaac 2/3
Ólafur Björnsson 1/3
Gunnlaugur Guðmundsson 0/2
Úlfar Andrésson 0/1
Steindór Ingason 0/1
Kópur Guðjónsson 0/1

Refsingar Húnar: 14 mínútur

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH