SR Fálkar - Húnar umfjöllun

SR Fálkar og Húnar léku á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld og fór leikurinn fram í Laugardal. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu átta mörk gegn einu marki SR Fálka.
Fyrsta lotan var nokkuð jöfn og aðeins eitt mark var skorað í henni en það átti Úlfar Andrrésson með stoðsendingu frá Viktor Frey Ólafssyni. Þá var komið að þætti Daniel Kolars í leiknum en hann átti fimm næstu mörk leiksins en tvö þeirra komu í annarri lotu og því var staðan 0 – 3 í lotulok. Sex mörk voru síðan skoruð í þriðju og síðustu  lotunni og áttu Húnar fimm þeirra.

Mark/stoðsendingar SR Fálkar:

Pétur Maack 1/0
Júníus Þorsteinsson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Daniel Kolar 5/0
David MacIsaac 2/0
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Gunnlaugur Guðmundsson 0/3
Birkir Árnason 0/2
Sergei Zak 0/1

Refsingar Húnar: 29 mínútur

HH