SR - fagnar Íslandsmeistaratitli

Skautafélag Reykjavíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitil í gærkvöldi með öruggum sigri á Skautafélagi Akureyrar 10 – 4 (4-0)(2-2)(4-2). Nokkur spenna var fyrir leikinn en SR hafði misst aðalmarkvörð sinn í leikbann og á milli stanganna stóð Aron Levý Stefánsson 16 ára gamall varamarkvörður SR. Leikurinn fór nokkuð rólega á stað, sóknir á báða bóga og greinilegt að nokkur taugaspenna var í loftinu. Á fjórðu mínútu var það Andy Luhovy sem að opnaði marka reikning SR með glæsilegu marki án stoðsendingar. Á tíundu mínútu voru tveir SA menn komnir á refsibekkinn og eins og sést hefur í þessum úrslitaleikjum kunna SRingar vel að nýta sér það. 15 sekúndum síðar voru þeir búnir að skora sitt annað mark, aftur Andy eftir stoðsendingu frá Zednik Prohaska og Stefáni Hrafnssyni. Við markið var fyrri refsing SA manna felld niður og áfram hélt leikurinn núna 5 SRingar á móti 4 SA mönnum og 54 sekúndum síðar kom mark númer 3 að þessu sinni Zednik Prohaska eftir stoðsendingu frá Mirek Krivanek.  Það var síðan Andy Luhovy sem að kórónaði góðan leik SRinga í fyrsta leikhluta með gullfallegu marki stoðsendingarlaust. Staðan eftir 1. hluta 4 – 0.  

Annar leikhluti fór í gang og eins og áður í vetur virtust SRingar nokkuð gefa eftir í þessum hluta leiksins.  Norðanmenn voru hálf ráðvilltir og náðu ekki strax að nýta sér tækifærin sem voru að skapast. Það var svo fyrirliði SR Helgi Páll Þórisson sem að skoraði 5 mark sunnan manna á 29 mínútu eftir stoðsendingu frá Mirek Krivanek og Zednik Prohazka. Þá var komið að þætti þjálfara SA Jan Kobezda á 28 mínútu. Greinilegt var að hann var illa stemdur fyrir þennan leik, þrátt fyrir að vita að lið hans mætti ekki við því að lenda manni undir var hann persónulega búin að fá dæmdar á sig 3 af 5 2ja mínútna refsingum SA liðsins fyrir brot sem auðveldlega mátti forðast. Á þessu augnabliki mótmæælti hann úrskurði dómara þannig að hann hlaut 10 mínútna persónulegan dóm, hann lét sér ekki segjast og hélt áfram að hamast í dómara leiksins fékk þá brottvísun úr leiknum (GM).  Á leið sinni út úr refsibekknum og til búningsherbergja ógnaði hann dómara leiksins með hnefann á lofti og uppskar fyrir Leikdóm (MP) Það þýddi fyrir norðan menn að þeir urðu að leika einum færri í 5 mínútur.  Skemmst er frá því að segja að lið norðanmanna var eins og það hefði losnað úr álögum. Það sem eftir lifði af öðrum leikhluta unnu þeir 1-2 fyrst var það Jón Ingi Hallgrímsson sem að skoraði á 32 mínútu eftir stoðsendingu frá Lubomir Bobik, SRingar svöruðu á með marki frá  Mirek Krivanek á 37 mínútu eftir stoðsendingu frá Úlfari Andréssyni og SA menn bættu við sínu öðru marki á 39 mínútu Marian Melus eftir stoðsendingu frá Clark McCormick. Annar leikhlut 2-2 og staðan í leiknum 6-2.  

Í þriðja leikhluta sáu áhorfendur í Laugardal sem voru fjölmargir um 600 frábært hokkí hjá báðum liðum. Það var Andy Luhovy sem að skoraði fyrsta mark þessa leikhluta á 43 mínútu eftir snilldar stoðsendingu frá Gauta Þormóðssyni og Ágústi Ásgrímssyni. 29 sekúndum síðar bætti síðan Þorsteinn Björnsson við marki fyrir SR eftir stoðsendingu frá Svavari Rúnarssyni (Steinsen) og á 47 mínútu skoraði síðan Zednek Prohazka 9 mark SR eftir stoðsendingu frá Mirek Krivanek. Norðanmenn neituðu að gefast upp og spiluðu fínt hokkí þar sem að gamla baráttan og krafturinn voru einkennandi. Lubomir Bobik skoraði á 49 mínútu eftir stoðsendingu frá Arnþóri Bjarnasyni. Úlfar Andrésson bætti við 10 marki SR á 52 mínútu stoðsendingarlaust. En það var gamli refurinn Clark McCormik sem að átti síðast mark leiksins fyrir SA á 56 mínútu eftir stoðsendingu frá Lubomir Bobik. Lotan 4-2 samtals leikurinn því 10 – 4. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Laugardalnum þegar leikurinn var flautaður af end SR ekki unnið titilinn síðan 1999-2000.   Menn leiksins tvímælalaust Aron Levý Stefánsson markvörður SR og Andy Luhovy      

Leikurinn í tölum.  

Mörk / stoðsendingar SR: #22 Andy Luhovy 4/0, #25 Zednik Prohaska 2/2, #15 Mirek Krivanek 1/3, #20 Úlfar Andrésson 1/1, #4 Helgi Páll Þórisson 1/0, #21 Þorsteinn Björnsson 1/0, #14 Stefán Hrafnsson 0/1, #10 Gauti Þormóðsson 0/1, #4 Ágúst Ásgrímsson 0/1, #23 Svavar Rúnarsson 0/1  

Mörk / stoðsendingar SA: #25 Lubomir Bobik 1/2, #9 Clark McCormik 1/1, #10 Jón Ingi Hallgrímsson 1/0, #21 Marian Melus 1/0, #5 Arnþór Bjarnason 0/1  

Refsingar SR: 6x2 mínútna refsingar, auk þess brottvísun úr leik (GM) á Stefán Hrafnsson,  samtals 32 mínútur  

Refsingar SA:
8x2 mínútna refsingar, auk þess 10 mínútna persónulegur dómur, brottvísun úr leik (GM) 20 mín og Leikdómur (MP)25 mín, allt á sama leikmanninn Jan Kobezda.  Samtals 76 mínútur  

Leikmenn SR skutu 36 sinnum á mark SA og skoruðu 10 mörk sem er 27,7% skotnýting.  

Leikmenn SA skutu einnig 36 sinnum á mark SR og skoruðu 4 mörk sem er 11,1% skotnýting.  

Myndina hér að ofan tók Ómar Þór Edvardsson