SR - Björninn.

Í gærkvöldi léku SR-ingar gegn Birninum í skauthöllinni í Laugardal. Leikurinn var hin besta skemmtun þó svo að SR-ingar hafi í fyrsta leikhluta komið Bjarnarmönnum í töluverð vandræði . Eftir tæplega fimmtán mínútna leik var staðan 5 – 0 SR-ingum í vil en Bjarnarmenn náðu að læða inn einu marki fyrir fyrir lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta náðu Bjarnarmenn nokkurn veginn að halda í við SR-inga sem endaði 2 – 1 SR-ingum í vil. Í þeirri þriðju og síðustu gáfu SR-ingar nokkuð eftir og nýttu Bjarnarmenn sér það til hins ýtrasta og skoruðu fimm mörk gegn tveimur mörkum SR-inga og endaði því leikurinn 9 – 7 SR-ingum í vil. SR-ingar telfdu fram nýjum erlendum leikmanni Daniel Kolar sem átti mjög góðan leik. Gaman verður að sjá hvaða breytingar hinn nýi finnski þjálfari, Jukka Iso-Anttila, hjá Birninum kemur til með að gera á liðinu á næstu vikum.

Mörk/stoðsendingar SR:
Kári Valsson 1/1
Steinar Páll Veigarsson 0/2
Gauti Þormóðsson 0/1
Mirek Krivanek 2/1
Guðmundur Björgvinsson 0/1
Úlfar Jón Andrésson 2/1
Þorsteinn Björnsson 0/2
Todd Simpson 1/0
Daniel Kolar 2/0
Þórhallur Viðarsson 1/0
Brottvísanir SR: 45 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Guðmundur Borgar Ingólfsson 0/1
Birgir Jakob Hansen 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Daði Örn Heimisson 0/1
Vilhelm Már Bjarnason 0/1
Sergei Zak 2/0
Gunnar Guðmundsson 0/2
Brynjar Freyr Þórðarson 1/0
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0.
Brottvísanir Björninn: 39 mín.

Þess má að lokum geta að unnið er að því að taka saman tölfræði úr leikjum í meistaraflokki karla og ætti hún að birtast hér á næstu dögum.