SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við á íslandsmóti karla í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins en liðið gerði sextán mörk gegn einu marki SR-inga.

Rétt einsog tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Bjarnarins töluverðar og ungur markmaður SR-inga hafði ærinn starfa allan leikinn. SR-ingar héldu þó markinu hreinu fyrstu sextán mínútur leiksins en eftir varð ekki aftur snúið. Varnarmaðurinn Róbert Freyr Pálsson opnaði markareikninginn fyrir Bjarnarmenn og áður en lotan var úti höfðu þeir bætt við tveimur mörkum. Lars Foder átti fyrra markið en Úlfar Jón Andrésson það síðara.
Í annarri lotunni bættu Bjarnarmenn við fimm mörkum en fyrsta markið átti Birkir Árnason þegar Björninn var einum færri á ísnum. Aron Knútsson, Sturla Snær, Róbert Freyr og Úlfar Jón áttu síðan mörkin sem fylgdu í kjölfarið.
Strax í upphafi þriðju lotu kom Pétur Maack SR-ingum á blað en í kjölfarið fylgdu átta mörk frá Birninum og stigin þrjú sem öllu máli skiptu.

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur Maack 1/0
Helgi Páll Þórisson 0/1

Refsingar SR: 46 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lars Foder 3/3
Falur Birkir Guðnason 2/2
Róbert Freyr Pálsson 2/0
Úlfar Jón Andrésson  2/0
Birkir Árnason 1/3
Sturla Snær Snorrason 1/2
Gunnar Guðmundsson 1/2
Thomas Nielsen 1/1
Aron Knútsson 1/0
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Bóas Gunnarsson 1/0
Hrólfur Gíslason 0/1
Andri Már Helgason 0/1

Refsingar Björninn: 62 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH