SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí kvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 6 mörk gegn 2 mörkum SR-inga.

Bjarnarmenn byrjuðu með miklum látum og eftir rúmlega mínútu leik höfðu þeir gert tvö mörk. Fyrra markið átti Ólafur Hrafn Björnsson en það síðara Brynjar Bergmann. Daníel Kolar jók svo enn forskotið fyrir Bjarnarmenn skömmu síðar áður en Pétur Maack minnkaði muninn fyrir SR-inga.

Bjarnarmenn héldu síðan áfram að sækja á SR-inga í annarri lotu en á endanum var lotan markalaus og staðan því enn 1 - 3.

Þriðja lotan var á svipuðum nótum. Bjarnarmenn sóttu en SR-ingar vörðust.  Á um átta mínútna kafla breyttu Bjarnarmenn stöðunni í 1 - 6 með mörkum frá þeim Róbert Frey Pálssyni, Trausta Bergmann og Berg Árna Einarssyni.  Kári Guðlaugsson svaraði hinsvegar fyrir SR-inga þegar skammt var til leiksloka.

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur Maack 1/0
Kári Guðlaugsson 1/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Styrmir Friðriksson 0/1

Refsingar SR: 126 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ólafur Hrafn Björnsson 1/2
Daniel Kolar 1/2
Brynjar Bergmann 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Bergur Árni Einarsson 1/0
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Andri Helgason 0/2
Birkir Árnason 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Matthías S. Sigurðsson 0/1

Refsingar Björninn: 70 mínútur. 

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH