SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn léku í kvöld  á íslandsmótinu í íshokkí karla.
Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 5 mörk gegn 4 mörkum Bjarnarmanna.
Markvörður Bjarnarmanna, Snorri Sigurbergsson, var einn af þremur leikmönnum liðsins sem var í leikbanni og í hans stað var mættur í markið Styrmir Örn Snorrason.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu og Bjarnarmenn sóttu ekki síður en heimamenn. Það voru hinsvegar SR-ingar sem náðu að skora eina mark lotunnar og var þar á ferðinni Björn Róbert Sigurðarson með stoðsendingu Agli og Gauta Þormóðssonum.
SR-ingar bættu svo við tveimur mörkum í annarri lotu og í bæði skiptin var Egill Þormóðsson á ferðinni. Staðan því orðin 3 – 0 heimamönnum í vil og staðan vænleg.
Bjarnarmenn komu sér inn í leikinn með marki frá Vilhelm Má Bjarnasyni strax á fyrstu mínútu þriðju lotu en Adam var ekki lengi í Paradís því SR-ingar svöruðu fyrir sig skömmu síðar. Undir lok leiksins kom nokkuð markaregn því að  síðustu mínútunni skoruðu liðin fjögur mörk. SR-ingar eitt og Björninn þrjú.

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 2/2
Gauti Þormóðsson 1/2
Björn Róbert Sigurðarson 1/2
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Þórhallur Viðarsson 0/1
Ævar Þór Björnsson 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Tómas T. Ómarsson 0/1

Refsimínútur SR: 41 mínúta.

Mörk/stoðsendingar Björninn

Brynjar Bergmann 2/0
Úlfar Jón Andrésson 1/2
Vilhelm Már Bjarnason 1/0
Steindór Ingason 0/1
Daði Heimisson 0/1

Refsimínútur Bjarnarins: 34 mínútur

Mynd: Jóhann Björn Ævarsson

HH