SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mættust í meistaraflokki karla á íslandsmótinu í ishokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 5 mörk gegn 3 Bjarnarmanna.

Leikurinn í gærkvöld var góð skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem mættu enda var leikurinn  spennandi fram á síðustu mínútu og hart barist.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en þó en það var það var Gauti Þormóðsson sem átti eina mark þriðjungsins eftir stoðsendingu frá Guðmundi Björgvinssyni.

Heldur hallaði undan fæti hjá Bjarnarmönnum í annarri lotu því þrátt fyrir að sækja töluvert meira skoruðu SR-ingar þrjú mörk gegn einu marki Bjarnarmanna og staðan því 4 – 1 SR í vil.

Bjarnarmenn voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og þeir áttu fyrstu tvö mörkin í þriðju lotu og staðan orðin 4 – 3 og síðustu mínúturnar æsispennandi. Bjarnarmenn tóku markmann sinn útaf í tilraun til að jafna en Steinar Páll Veigarsson átti síðasta orðið fyrir SR-inga þegar 19 sekúndur lifðu leiks.

Mörk/stoðsendingar SR:
Gauti Þormóðsson 2/1
Egill Þormóðsson 1/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Guðmundur Björgvinsson 0/2
Pétur Maack 0/2

Brottvísanir SR: 18 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Bergmann 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Hjörtur G. Björnsson 1/0
Sergei Zak 0/1
Andri S. Hauksson 0/1
Matthías S. Sigurðsson 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1

Brottvísanir Björninn: 20 mínútur

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH