SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn léku á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 5 mörk gegn 4 mörkum SR-inga.

Tvö mörk litu dagsins ljós í fyrstu lotu og skiptu liðin þeim jafnt á milli sín en mörkin komu þegar nokkuð langt var liðið á lotuna. Róbert Freyr Pálsson kom Birninum yfir en Egill Þormóðsson jafnaði skömmu síðar. Bæði mörkin komu þegar liðin voru manni fleir á ísnum.
Önnur lotan var með svipuðu sniði og sú fyrsta nema nú voru það SR-ingar sem voru á undan að skora. Daniel Kolar kom SR-ingum yfir eftir að Björninn hafði legið í þungri sókn einum fleiri. Matthías Skjöldur jafnaði metin fyrir Bjarnarmenn og þar við sat hvað varðar lotu númer tvö.
Á tíu mínútna kafla í þriðju lotu náðu hinsvegar Bjarnarmenn að setja þrjú mörk. Tvö mörkin komu þegar jafnt var í liðum en í einu voru Bjarnarmenn manni fleiri á svellinu. Staðan því 2 – 5 og um sex mínútur eftir af leiknum og  fjallið því orðið ansi bratt fyrir SR-inga. Tveimur mínutum seinna var staðan hinsvegar orðin 4 – 5 og í hönd fóru æsispennandi lokamínútur. Mörkin urðu hinsvegar ekki fleiri.


Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 1/1
Steinar Páll Veigarsson 1/1
Gauti Þormóðsson 1/1
Daniel Kolar 1/0
Guðmundur Björgvinsson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1

Refsimínútur SR: 93 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Gunnar Guðmundsson 1/3
Brynjar Þórðarson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Róbert F. Pálsson 1/0
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Hjörtur G. Björnsson 0/2
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Ólafur Þór Gunnarsson 0/1

Refsimínútur Björninn: 18 mín.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH