SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með átján mörkum gegn þremur í meistaraflokki kvenna en leikurinn fór fram í Laugardalnum. Margir leikmannanna, rétt einsog í hinum kvennaleiknum sem fór fram í gærkvöldi, mættu ferskir eftir góða helgi við landsliðsæfingar á Akureyri.
Það voru SR-ingar sem komust yfir með marki frá Alexöndru Hafsteinsdóttir en Védís Valdimarsdóttir jafnaði metin skömmu síðar fyrir Björninn. Þær stöllur endurtóku leikinn svo skömmu síðar en að því loknu skildu leiðir með liðunum. Bjarnarmenn áttu næstu fimm mörk  og staðan því 2 – 7 þeim í vil í lok lotunnar.
Gestirnir í Birninum létu síðan kné fylgja kviði í annarri lotu og bættu við öðrum sjö mörkum. Kristín Ingadóttir var þar atkvæðamest með þrjú mörk.
SR-ingurinn Alexandra Hafsteinsdóttir opnaði markareikninginn í þriðju lotu og fullkomnaði þar með þrennu sína. Bjarnarkonur bættu hinsvegar við fjórum mörkum og átti Elva Hjálmarsdóttir og átti þrjú þeirra.

Mörk/stoðsendingar SR
Alexandra Hafsteinsdóttir 3/0
Erla Jóhannesdóttir 0/3

Refsingar SR: 6 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Elva Hjálmarsdóttir 4/4
Kristín Ingadóttir 3/4
Védís Valdimarsdóttir 3/1
Lena Arnarsdóttir 3/1
Snædís Kristjánsdóttir 2/0
Sigríður Finnbogadóttir 1/2
Karen Ósk Þórisdóttir 1/1
Lilja María Sigfúsdóttir 1/0
Kristín Ómarsdóttir 0/1
María Sveinsdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: 10 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH