SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur bar sigurorð af Birnunum með sex mörkum gegn fimm þegar liðin mættust í Laugardalnum sl. föstudagskvöld. Með sigrinum nálgast SR-ingar Björninn, sem er í þriðja sæti, en nú munar tveimur stigum á liðunum.

Það voru Bjarnarmenn sem byrjuðu betur í leiknum en það var fyrirliði þeirra Birkir Árnason sem kom þeim yfir á 3. mínútu leiksins með góðu langskoti. Robbie Sigurðsson jafnaði hinsvegar metin skömmu síðar fyrir SR-inga en það var kanadamaðurinn Ryley Eagan sem sá til þess að Björninn færi með einn marks forystu inn í leikhléið.

Lotan var rétt hafin þegar Milan Mach jafnað metin fyrir SR-inga og fimm mínútum síðar kom Baldur Líndal þeim yfir með góðri baráttu. Með yfirtölu á ísnum náðu SR-ingar tveggja marka forystu með marki frá Robbie Sigurðssyni en á tveggja mínútna kafla jöfnuðu Bjarnarmenn metin með mörkum frá Andra Helgasyni og Ryley Eagan. Robbie Sigurðsson fullkomnaði hinsvegar þrennu sína  skömmu eftir miðja lotu og SR-ingar höfðu því 5 – 4 forystu þegar þriðja lotan hófst.

Milan Mach bætti við forystuna skömmu eftir að lotan hófst. Úlfar Jón Andrésson minnkaði muninn hinsvegar jafnharðan fyrir Bjarnarmenn. M.a. drógu þeir markmann sinn af velli skömmu fyrir leikslok en það dugði ekki til.

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurðsson 3/1
Milan Mach 2/2
Balur Líndal 1/0
Arnþór Bjarnason 0/3
Miloslav Racansky 0/1
Kristinn Hermannson 0/1

Refsingar SR: 6 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Ryley Eagan 2/2
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Andri Már Helgason 1/1
Birkir Árnason 1/0
Eric Anderberg 0/1

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur

Mynd: Kári Freyr Jensson

HH