SR - Björninn umfjöllun

Björninn bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í Laugardalnum sl. föstudag. 

Þrátt fyrir að SR-ingar væru töluvert sókndjarfari í fyrstu lotunni náðu þeir ekki að komast yfir og á endanum var lotan markalaus. Þess í stað kom Edmunds Induss Birninum yfir rétt fyrir lotulok með vel útfærðu marki. Fimmtíu sekúndum síðar voru SR-ingar hinsvegar búnnir að jafna en þá lifðu fimmtán sekúdur af lotunni. Þriðja og síðasta lotan var síðan æsispennandi en rétt eftir miðja lotu náði Björninn skyndisókn sem endaði með því að Andri Már Helgason skoraði laglegt mark.

Björninn mætir á morgun SA Víkingum á Akureyri og hefst sá leikur klukkan 19.30 

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurðsson 1/0
Milosslav Racansky 0/1
Milan Mach 0/1

Refsingar SR: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Edmunds Induss 1/0
Andri Már Helgason 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Kristján Kristinson 0/1
Elvar Ólafsson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 14 mínútur.

Mynd:

HH