SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í meistaraflokki karla í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki Bjarnarins. Með sigrinum tryggðu SR-ingar sér sæti í úrslitakeppninni sem fram ferð innan skamms.
Fyrsta lotan bar þess merki að leikmenn tóku litla áhættu og vildu í lengstu lög sleppa því að gera stór mistök og á endanum var hún markalaus. Fjör fór hinsvegar að færast í leikinn í annarri lotu og á sjöttu mínútu komust SR-ingar yfir með marki frá Miloslav Racinsky eftir að Robbie Sigurðsson hafði unnið dómarakast. Um miðja lotuna bættu SR-ingar svo við marki úr skyndisókn og þar var sama tvíeykið á ferðinni og í fyrra markinu. Áður en lotan var úti komu Bjarnarmenn sér hinsvegar inn í leikinn með marki frá Lars Foder eftir að Nicolas Antonoff hafði átt gott skot að marki SR-inga.
Staðan því 2 – 1 og þannig var hún alveg fram á miðja þriðju lotu þegar Arnþór Bjarnason kom SR-ingum í 3 – 1. Skömmu síðar bætti Samuel Krakauer við öðru marki sem jafnframt var lokamark leiksins.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racinsky 2/0
Samuel Krakauer 1/1
Arnþór Bjarnason 1/0
Robbie Sigurðsson 0/2
Jón Andri Óskarsson 0/1
Victor Anderson 0/1

Refsingar SR: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lars Foder 1/0
Nicolas Antonoff 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH