SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í kvennaflokki í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði níu mörk gegn einu marki SR-kvenna.
Þetta var síðasti leikur SR-kvenna þennan veturinn sem léku án landsliðskonunnar Steinunnar Erlu Sigurgeirsdóttir. Leiknum svipaði nokkuð til fyrri leikja liðanna í vetur, þ.e.  Björninn sótti af miklum krafti og þá sérstaklega fyrri hluta leiksins, á meðan SR-konur vörðust. Fyrsta lotan bar þess líka merki því Bjarnarkonur gerðu þá sjö mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig. Fremst í flokki markaskorara í lotunni var Flosrún Vaka með þrennu en m.a. markaskorara var Ingibjörg Hjartadóttir sem kominn var aftur á ísinn eftir nokkuð hlé. Flosrún bætti síðan við sínu fjórða marki í annarri lotunni en þetta var jafnframt eina mark lotunnar. Í þriðju og síðustu lotunni komu heimkonur sér á blað með marki frá Ingveldi Ævarsdóttir en Kristín Ingadóttir átti lokaorðið fyrir Björninn.

Mörk/stoðsendingar SR:

Ingveldur Ævarsdóttir 1/0

Refsingar SR: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Flosrún V. Jóhannesdóttir 4/2
Kristín Ingadóttir 1/2
Snædís Kristjánsdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 1/0
Ingibjörg G. Hjartardóttir 1/0
Karen Þórisdóttir 1/0

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH