SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur bar á föstudaginn sigurorð af Birninum á íslandsmóti karla í íshokkí með fjórum mörkum gegn þremur í framlengdum leik.
Þrátt fyrir að nokkuð jafnræði væri með liðunum í fyrstu lotunni náðu Bjarnarmenn að koma sér í þriggja marka forystu með mörkum frá Trausta- og Brynjari Bergmann og Fali Birki Guðnasyni og staða Bjarnarmanna orðin æði vænleg. SR-ingar skiptu um markmann eftir fyrstu lotuna og ungur markmaður, Arnar Hjaltested, kom inná. SR-ingar minnkuðu muninn niður í eitt mark í annarri lotu með mörkum frá þeim Samuel Krakaver og Arnþóri Bjarnasyni og leikurinn í járnum. Heimamenn náðu síðan að jafna leikinn í þriðju lotu með marki frá Markúsi Maack en þetta var jafnframt fyrsta mark hans í meistaraflokki karla. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hefðbundnum leiktíma og því framlengt. Fljótlega í framlengingunni misstu SR-ingar mann af velli og í framhaldi af því fengu Bjarnarmenn góð færi á að gera útum leikinn. SR-ingum tókst hinsvegar að halda hreinu og stuttu eftir að jafnt varð í liðum aftur skoraði Miloslav Racansky gullmarkið sem skildi liðin að í lokin.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/2
Samuel Krakaver 1/1
Markús Maack 1/0
Arnþór Bjarnason 1/0
Victor Andersson 0/2
Daníel Hrafn Magnússon 0/1
Kári Guðlaugsson 0/1

Refsingar SR: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Trausti Bergmann 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Falur Birkir Guðnason 1/0
Lars Foder 0/1
Nicolas Antonoff 0/1
Birkir Árnason 0/1

Refsingar Björninn: 20 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH