SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrri leikurinn í karlaflokki í Hertz-deildinni fór fram síðastliðinn föstudag þegar Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mættust. Leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu fimm mörk gegn fjórum mörkum SR-inga. Það þarf ekki að koma á óvart að leikurinn hafi verið jafn því þetta var fjórði leikurinn í röð, þegar þessi lið mætast, þar sem einu marki munar á liðunum í leikslok.

Bjarnarmenn voru nokkuð sókndjarfari lengi vel í leiknum og komust yfir með marki frá Riley Egan á 15. Mínútu leiksins. Robbie Sigurðsson jafnaði hinsvegar metin fyrir SR-inga skömmu síðar og staðan 1 – 1 að lokinni fyrstu lotu.
Kristján Albert Kristinson kom Bjarnarmönnum svo aftur yfir rétt fyrir miðja aðra lotu en SR-ingar svöruðu með tveimur mörkum á innan við mínútu skömmu fyrir lotulok. Mörkin áttu þeir Robbie Sigurðsson og Sölvi Atlason og staðan 3 - 2 SR-ingum í vil í lotulok.
Bjarnarmenn hófu þriðju lotuna með miklum látum og á fjögurra mínútna kafla gerðu þeir þrjú mörk og breyttu stöðunni í 3 – 5 sér í hag. Robbie Sigurðsson fullkomnaði þrennu sína og minnkaði muninn fyrir SR-inga tólf mínútum fyrir leikslok. Lengra komust heimamenn þrátt fyrir þunga sókn undir lokin og stigin þrjú því Bjarnarmanna.

Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 3/0
Sölvi Atlason 1/0
Arnþór Bjarnason 0/2
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Markús Maack 0/1
Milan Mach 0/1

Refsingar SR: 37 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Riley Egan 1/1
Andri Már Helgason 1/1
Kristján Albert Kristinson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Charles Willams 1/0
Falur Birkir Guðnason 0/2

Refsingar Bjarnarins: 35 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH