SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrri leikur helgarinnar fór fram á föstudagskvöldið en þá mættust Skautafélag Reyjavíkur og Björninn. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fimm mörk gegn þremur mörkum SR-inga.
Áður en til leiksins kom voru Bjarnarmenn það lið sem flest mörkin hafði fengið á sig og þeir því sjálfsagt áfjáðir í að stoppa þann leka.
Hrólfur Gíslason, sem aftur gekk til liðs við Björninn í síðustu viku kom þeim yfir með marki strax á annarri mínútu leiksins. SR-ingar sóttu nokkuð meira það sem eftir lifið lotunnar en án þess þó að ná að jafna leikinn. SR-ingar höfðu þó betur í annarri lotunni gerðu tvö mörk gegn einu marki gestanna og staðan því jöfn 2 -2 fyrir þriðju og síðustu lotuna. Robbie Sigurðsson kom SR-ingum síðan í 3 – 2 fljótlega í þriðju lotunni. Hlutirnir fóru hinsvegar að rúlla fyrir Björninn fljótlega eftir  það.  Brynjar Bergmann jafnaði metin mjög fljótlega eftir mark SR-inga. Stuttu síðar gerðu Bjarnarmenn útum leikinn með tveimur mörkum. Lars Foder átti það fyrra en Falur Birkir Guðnason það síðara.

Mörk/stoðsendingar SR:

Miloslav Racansky 2/1
Robbie Sigurðsson 1/1

Refsingar SR: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lars Foder 1/2
Brynjar Bergmann 1/1
Falur Birkir Guðnason 1/0
Birkir Árnason 1/0
Hrólfur Gíslason 1/0
Nicolas Antonoff 0/1

Refsingar Björninn: 16 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH